Félag íslenskra teiknara
Tilgangur Félags íslenskra teiknara er að gæta hagsmuna teiknara á sviði grafískrar hönnunar, auglýsinga- og myndskreytinga. Félaginu er ætlað að efla og styrkja atvinnugreinina með faglegri fræðslu, sýningum o.fl. Félagið veitir félagsmönnum sínum aðstoð við fagleg og lögfræðileg atriði og gætir réttinda félagsmanna sinna.
Hafa samband
Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum
Facebook
Instagram
HönnunarMars 2024 - Tryggðu þér sæti
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. Til þess að tryggja ánægju hátíðargesta og gæði upplifana krefjast sumir viðburðir skráningar og því um að gera að kynna sér þá í tæka tíð. Hér má finna yfirlit yfir viðburði/sýningar sem krefjast forskráningar þar sem um takmarkaðan sætafjölda er að ræða.
10. apríl 2024
Ísland tekur þátt í Feneyjartvíæringnum í arkitektúr 2025
Undirbúningur vegna þátttöku Íslands í Feneyjartvíæringnum í arkitektúr 2025 er hafinn. Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur falið Miðstöð hönnunar og arkitektúrs að halda utan um verkefnið og átta manna stýrihópur hefur hafið störf. Í apríl verður kallað eftir tillögum að framlagi Íslands til Feneyjartvíæringsins í arkitektúr. Óskað verður eftir þátttöku teyma til að senda inn hugmynd að framlagi Íslands í opnu kalli.
10. apríl 2024
Sýningin skart:gripur - skúlptúr fyrir líkamann opnar í Hafnarborg
Á sýningunni skart:gripur - skúlptúr fyrir líkamann má finna gripi eftir fjölbreyttan hóp gullsmiða, skartgripahönnuði og listamanna sem varpa ljósi á skartið í samtíma okkar. Sýningin opnar laugardaginn 6. apríl kl. 15 í Sverrissal í Hafnaborg og er hluti af dagskrá HönnunarMars.
3. apríl 2024
Taktu þátt í DesignMatch kaupstefnunni á HönnunarMars 2024
Á DesignMatch fá hönnuðir tækifæri til að kynna sig (sem hönnuði) og verkin sín fyrir erlendum kaupendum.
25. mars 2024
FÍT verðlaunin 2024 – Verðlaunahafar
Alls 44 verk hlutu verðlaun á FÍT verðlaununum sem haldin voru í Grósku föstudaginn 22. mars 2024.
22. mars 2024
Hraunborgir og Annarsflokks æðadúnn hljóta fimm milljónir hvor úr Hönnunarsjóði
Fyrri úthlutun ársins hjá Hönnunarsjóði fór fram í Grósku þann 22. mars. 21 fjölbreytt verkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs hlutu styrki en 36 milljónir voru til úthlutunar.
22. mars 2024
Tilnefningar til FÍT verðlaunanna 2024
FÍT verðlaunin eru árleg fagverðlaun Félags íslenskra teiknara. Hlutverk þeirra er að veita því viðurkenningu sem skarar fram úr á Íslandi í grafískri hönnun og myndlýsingum ár hvert.
8. mars 2024
Viltu taka þátt?
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu í stjórnir ólíkra verkefna Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Um er að ræða eitt sæti í stjórn HönnunarMars, Hönnunarsjóðs, Hönnunarverðlauna og Hönnunarlauna og varamenn.
6. mars 2024
Opið kall - Sýning í Fyrirbæri á HönnunarMars
Gallerí Fyrirbæri, sem er multi komplex skapandi einstaklinga í miðbæ Reykjavíkur, stendur fyrir opnu kalli fyrir sýninguna ANARKIST ~ FAGURFRÆÐI.
22. febrúar 2024
Sótt um 384 milljónir í Hönnunarsjóð
Lokað var fyrir umsóknir Hönnunarsjóð í gær en um er að fyrri úthlutun ársins 2024. Alls bárust 121 umsókn í almenna styrki upp á tæpar 371 milljónir og 21 umsókn um ferðastyrki upp á tæpar 14 milljónir.
22. febrúar 2024
Opið kall - FLEY, samsýning nýútskrifaðra og upprennandi hönnuða
Félag vöru-og iðnhönnuða stendur nú fyrir opnu kalli á verkum fyrir sýninguna FLEY sem haldin verður í fyrsta skipti á HönnunarMars í apríl. FLEY er samsýning nýútskrifaðra og upprennandi hönnuða!
21. febrúar 2024
HönnunarMars 2024 - Þar sem kaos er norm og jafnvægi list
Á hátíðinni í ár er ástand heimsins speglað í sirkusnum. Snúum öllu á hvolf með gleði, forvitni og hugrekki! Hönnuðir, arkitektar og skapandi hugsuðir þenja mörk hins mögulega með spennandi sýningum, viðburðum, vinnustofum, leiðsögnum og opnunum um allan bæ á HönnunarMars 2024 dagana 24. - 28. apríl.
8. febrúar 2024
Opið fyrir umsóknir til alþjóðlegs meistaranáms í Listaháskóla Íslands.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir til alþjóðlegs meistaranáms í Listaháskóla Íslands. Skólinn býður upp á tvær námsleiðir í alþjóðlegu meistaranámi í hönnun og arkitektúr. Umsóknarfrestur er til og með 8. mars.
6. febrúar 2024
Námskeið fyrir hönnuði og arkitekta hjá Endurmenntun Háskóla Íslands
Félögum í fagfélögum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs býðst 20% afsláttur af tveimur námskeiðum á vormisseri hjá Endurmenntun HÍ. Um er að ræða námskeið í öllum námskeiðsflokkum, að undanskildum námskeiðum með erlendum sérfræðingum og námskeiðum sem tilheyra lengra námi.
1. febrúar 2024
Opið fyrir innsendingar í FÍT verðlaunin 2024
Búið er að opna fyrir innsendingar í FÍT verðlaunin 2024. Frestur til að skila inn er til og með 16. febrúar 2024.
23. janúar 2024
Fjöldi umsókna barst um þátttöku á HönnunarMars 2024
Búið er að loka fyrir umsóknir um þátttöku á HönnunarMars 2024 og bárust fjöldi forvitnilega og fjölbreyttra umsókna í ár. Líkt og fyrri ár verða yfir 100 sýningar á dagskrá sem breiða úr sér á helstu sýningarsvæðum hátíðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Nú hefst vinna faghóps hátíðarinnar að rýna umsóknir og teymi HönnunarMars við undirbúning á hátíðinni.
12. janúar 2024
Áramótahattar með hattagerðarmeisturum
Hattagerðarmeistararnir Anna Gulla og Harper bjóða upp smiðju í gerð áramótahatta í Hönnunarsafni Íslands þann 30. desember.
27. desember 2023
Árið 2023 í hönnun og arkitektúr
Árið sem er að líða hefur verið ansi viðburðaríkt hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. 2023 byrjaði með krafti sem gaf svo sannarlega tóninn fyrir ár fullt af fjölbreyttum verkefnum og viðburðum á hinum ýmsu sviðum.
21. desember 2023
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sendir hugheilar hátíðarkveðjur og með ósk um gleðileg jól og farsældar á nýju ári. Við þökkum vinum, velunnurum og öllu okkar góða og fjölbreytta samstarfsfólki innilega fyrir viðburðarríkt ár.
20. desember 2023