Hönnunartengdir viðburðir á Menningarnótt 2024
Menningarnótt fer fram í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst, þar sem fjölbreyttir menningarviðburðir fyrir alla aldurshópa fara fram víðsvegar um borgina. Hér er stutt samantekt á viðburðum á Menningarnótt með hönnunarívafi.
22. ágúst 2024
Textílfélagið fagnar 50 árum með sýningu
Á þessu ári fagnar Textílfélagið 50 ára afmæli með veglegri sýningu á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum.
16. ágúst 2024
Opið kall: DesignTalks 2025
Lumar þú á hugmynd fyrir DesignTalks? Bentu á þann sem þér þykir bestur. Opið er fyrir tillögur að fyrirlesurunum og verkefnum á DesignTalks 2025.
16. ágúst 2024
Opið fyrir umsóknir um listamannalaun 2025
Opið er fyrir umsóknir til listamannalauna 2025. Tilgangur listamannalauna er að efla listsköpun í landinu. Opið er fyrir umsóknir til kl. 15:00, 1. október 2024.
7. ágúst 2024
Gleðilegt sumar frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Skrifstofa Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs lokar vegna sumarleyfa frá 15. júlí en opnar aftur þriðjudaginn 6. ágúst.
12. júlí 2024
Opið fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð
Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð. Um er að ræða síðari úhlutun ársins 2024 en umsóknarfrestur rennur út þann 19. september. Hægt er að sækja um þrjár tegundir styrkja auk ferðastyrkja. Úthlutun fer fram 22. október 2024.
12. júlí 2024
Hönnunarverðlaun Íslands 2024 - opið fyrir ábendingar
Opið er fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2024 og hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 4. september. Markmiðið með ábendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk.
2. júlí 2024
Aðalfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúr og skýrsla 2023/2024
Miðvikudaginn 29. maí fór fram aðalfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs í Grósku fyrir stjórnir og hluthafahóp. Þá kom út ársskýrsla Miðstöðvarinnar fyrir árið 2023 - 2024 sem er nú aðgengileg hér á heimasíðunni.
5. júní 2024
Úr herbergi í herbergi - hannaðu híbýli í sumarfríinu!
Hönnunarsafn Íslands býður upp á fimm daga sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 9-12 ára dagana 10.-14. júní, milli kl. 13-16. Námskeiðsgjald er 22.500 kr.
5. júní 2024
Opið fyrir umsóknir í Ásmundasal
Ásmundarsalur óskar eftir umsóknum fyrir komandi sýningarár; Myndlist, sviðslist, tónlist og hönnun. Umsóknarfrestur er til 15. júní.
28. maí 2024
HönnunarMars 2024 - Hvernig var?
Nú er HönnunarMars að baki, sextánda árið í röð, þar sem sirkúsandar svifu yfir höfuðborgarsvæðinu með fjölmörgum og fjölbreyttum sýningum og viðburðum. En hvernig var þín upplifun af hátíðinni í ár?
24. maí 2024
Málþing um sýningarhönnun
Borgarsögusafn blæs til málþings um sýningahönnun miðvikudaginn 22. maí kl. 15:00-17:00 á Árbæjarsafni. Þátttaka er ókeypis en skráning er nauðsynleg. Tilefnið er nýliðinn HönnunarMars en þar mátti sjá margar áhugaverðar og vel hannaðar sýningar.
21. maí 2024
Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands
Útskriftarhátíð LHÍ er hafin en hún er afar fjölbreytt og á dagskrá eru fjölmargir viðburðir frá öllum deildum Listaháskólans. Frítt er inn á alla viðburði. Útskriftarsýning hönnunar- og arkitektúrdeildar opnar laugardaginn 11. maí í Hafnarhúsinu.
8. maí 2024
Horfðu á DesignTalks 2024
Lykilviðburður HönnunarMars, alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks, fór fram í Hörpu 24. apríl síðastliðinn. Dagskrá dagsins var fjölbreytt þar sem sirkusandinn sveif yfir og var fjallað um áskoranir samtímans af framúrskarandi fyrirlesurum, sem komu víðsvegar að og notuðu þekkingu sína til að leita lausna. Ráðstefnunni var streymt beint í samstarfi við Dezeen og Íslandsstofu og hér er hægt að horfa daginn í heild sinni.
7. maí 2024
Fjárfestum í hönnun, ungir fatahönnuðir og fjölbreyttar sýningar hjá Landsbankanum á HönnunarMars
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. Landsbankinn er styrktaraðili HönnunarMars og þar fara fram viðburðir og sýningar sem ná yfir breitt svið hönnunar.
19. apríl 2024
Flétta tekur snúning á búningum Icelandair
Getur einkennisfatnaður orðið að tösku? Snúningur er samstarfsverkefni Icelandair og vöruhönnuðanna Hrefnu Sigurðardóttur og Birtu Rós Brynjólfsdóttur hjá Stúdíó Fléttu. Verkefnið felur í sér að finna eldri einkennisbúningi Icelandair nýjan farveg.
19. apríl 2024
Listaháskóli Íslands á HönnunarMars 2024
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. Listaháskóli Íslands tekur þátt í hátíðinni í ár með fjölbreyttum viðburðum víðsvegar um borgina.
19. apríl 2024
DesignTalks 2024 - þar sem kaos er norm og jafnvægi list - dagskrá dagsins
DesignTalks, lykilviðburður og alþjóðleg ráðstefna HönnunarMars, býður gesti velkomna í sirkusinn! Hér má sjá dagskrá dagsins.
18. apríl 2024
Velkomin í opnunarhóf HönnunarMars 2024
Velkomin á opnunarhóf HönnunarMars 2024. Við blásum í lúðra sextánda árið í röð þegar HönnunarMars hátíðin verður sett með pompi og prakt í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu 24. apríl kl. 17:00
18. apríl 2024