
Reykjavíkurborg auglýsir eftir arkitekt, landslagsarkitekt eða skipulagsfræðingi
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur auglýsir eftir verkefnastjórum til starfa á deild skipulagsmála á skrifstofu skipulags- og byggingarmála.
27. ágúst 2025

Kynning fyrir arkitekta á nýjum lausnum í utanhússklæðningum
Húsasmiðjan býður til kynningar á nýjum lausnum í utanhússklæðningum sem mæta nýrri byggingarreglugerð um lífsferilsgreiningar bygginga.
20. ágúst 2025

Hönnunarviðburðir á Menningarnótt 2025
Menningarnótt, hin árlega afmælis- og borgarhátíð Reykjavíkur fer fram laugardaginn 23. ágúst 2025. Hátíðin er einn af hápunktum sumarsins og skemmtilegir viðburðir lita mannlífið í miðborginni frá morgni til kvölds. Venju samkvæmt er fjöldi hönnunartengdra viðburða á dagskrá, að neðan er samantekt yfir þá.
19. ágúst 2025

Kynning á nýju verkfæri sem einfaldar hönnunarferlið
Doktorsnemi við Háskóla Íslands kynnir verkefni sitt OptiDesign - BIM-verkfæri sem ætlað er að styðja við ákvarðanatöku í hönnunarferlinu
19. ágúst 2025

Kolefnisspor bygginga - námskeið hjá Endurmenntun
Námskeið fyrir þá sem vilja læra að framkvæma vistferilsgreiningu og meta kolefnisspor eftir nýrri byggingarreglugerð.
14. ágúst 2025

Björg Torfadóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra Arkitektafélags Íslands
Björg Torfadóttir er nýr framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands og tekur við starfinu af Elísu Jóhannsdóttur, en í ágúst munu þær vera báðar á skrifstofu félagsins.
14. ágúst 2025

Gleðilegt sumar frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Skrifstofa Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs í Grósku, Bjargargötu 1 fer í sumarfrí frá og með föstudeginum 11. júlí en opnar aftur þriðjudaginn 5. ágúst.
4. júlí 2025

Skýrslur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og HönnunarMars aðgengilegar
Skýrsla Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs fyrir starfsárið 2024-2025 er komin út og aðgengileg á netinu. Fjallað er um helstu verkefni Miðstöðvarinnar, HönnunarMars, Hönnunarsjóð, Hönnunarverðlaunin, Feneyjatvíæringinn í arkitektúr, alþjóðleg verkefni og ýmislegt fleira.
3. júlí 2025

Horfðu á streymi Dezeen frá síðasta DesignTalks
Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks fór fram 2. apríl 2025 undir þemanu Uppspretta, líkt og hátíðin HönnunarMars. Miðillinn Dezeen var með beint streymi af ráðstefnunni sem nú er aðgengilegt og hægt að horfa á aftur og aftur!
2. júlí 2025


Fjölmenni í sumargleði AÍ í Elliðaárstöð
Vel var mætt í sumargleði AÍ sem haldin var 12. júní með leiðsögn um nýuppgerða Elliðaárstöð. Á fjórða tug hressra arkitekta mætti í leiðsögnina og fögnuðinn sem haldinn var í tilefni nýs heiðursfélaga AÍ: Þorsteins Gunnarssonar, arkitekts og leikara.
13. júní 2025

Þorsteinn Gunnarsson nýr heiðursfélagi í Arkitektafélagi Íslands
Þorsteinn Gunnarsson lauk námi í arkitektúr frá Listaakademíuna í Kaupmannahöfn árið 1966 og síðan framhaldsnámi í byggingafornleifafræði við Franska skólann í Aþenu, Grikklandi. Þorsteinn er þannig fyrsti íslenski arkitektinn með sérmenntun í endurgerð gamalla bygginga.
13. júní 2025

Hönnunarverðlaun Íslands 2025 - Opið fyrir ábendingar
Opið er fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 og hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 3. september. Markmiðið með ábendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk.
12. júní 2025

FÓLK, BAÐ, Fischersund og Flothetta á hátíðinni 3daysofdesign
Sýningin Íslenska vöruhúsið er hluti af 3daysofdesign, árlegri hönnunarhátíð í Kaupmannahöfn sem fram fer 18. – 20. júní. Sýningin er haldin í íslenska sendiráðinu í borginni en þar sameinast nokkur öflug, íslensk hönnunarfyrirtæki sem eiga það sameiginlegt að vinna með menningararf og sögu Íslendinga.
10. júní 2025

Arkitektafélag Íslands augýsir eftir ábendingum vegna tilnefninga til Mies van der Rohe verðlaunanna í samtímaarkitektúr 2026
Verðlaunin eru afhent annað hvert ár. Hlutverk þeirra er að varpa ljósi á framúrskarandi verkefni á sviði arkitektúrs í Evrópu og vekja athygli á hugmyndaauðgi og tæknilegri framþróun meðal evrópskra fagmanna í byggingarlist.
10. júní 2025

Katrín Jakobs og Inga Rut taka sæti í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Ný stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs var kjörin á aðalfundi Miðstöðvarinnar í Grósku 3. júní 2025. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og Inga Rut Gylfadóttir landslagsarkitekt taka þar sæti og mynda nýja stjórn ásamt Þórunni Hannesdóttur, formanni Félags vöru- og iðnhönnuða, Gísla Arnarsyni, Félag íslenskra teiknara og Arnari Halldórssyni sköpunarstjóra og einum af eigendum Brandenburg.
6. júní 2025

Hvernig hönnum við lifandi samfélag?
Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs hélt erindi og tók þátt í samtali á Munchen Creative Business Week í maí þar sem voru gerðar tilraunir til að svara spurningunni: Hvernig við byggjum lífleg og lifandi samfélög?
6. júní 2025

Sumargleði AÍ 12. júní
Við fögnum sumri og nýjum heiðursfélaga Arkitektafélags Íslands fimmtudaginn 12. júní kl. 16:00 í Elliðaárstöð.
5. júní 2025

Mikið um dýrðir á þjóðardegi Íslands á heimssýningunni
Íslandi var fagnað á þjóðardegi sínum, þann 29. maí, á heimssýningunni í Osaka þar sem forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, var heiðursgestur. Dagskrá dagsins var vel sótt en um 140 þúsund gestir heimsóttu sýninguna þann dag.
2. júní 2025

Koddaslagur BAHNS 2025
Mikið verður um að vera um helgina hjá BAHNS í Kiosk Granda. Árlegi koddaslagur BAHNS fer fram á sunnudaginn, sjómannadaginn, en byrjað verður að hitað upp á laugardeginum með fögnuði í versluninni þar sem skálað verður fyrir Hönnunarverðlaunum Íslands sem BAHNS hlaut í nóvember í flokknum Vara fyrir peysuna James Cook og keppendur koddaslagsins verða kynntir.
30. maí 2025
