Arkitektafélag Íslands

Arkitektafélag Íslands starfar í þeim tilgangi að stuðla að góðri byggingarlist í landinu, efla samvinnu félagsmanna og standa vörð um hagsmuni þeirra

Hús Hjálpræðishersins eftir Teiknistofuna Tröð vekur athygli

Höfuðstöðvar Hjálpræðishersins má finna á lista Archilovers yfir athyglisverðan arkitektúr á árinu. Það er Teiknistofan Tröð sem á heiðurinn af verkinu. Sömuleiðis hefur byggingin vakið eftirtekt hjá ýmsum erlendum miðlum. 
21. desember 2021

Hátíðarkveðjur frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

Stjórn og starfsfólk Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs sendir hugheilar hátíðarkveðjur. Skrifstofa okkar er lokuð frá 22. desember til 4. janúar. Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
21. desember 2021

Einstakur áningarstaður á Mýrdalssandi valið eitt besta verkefni ársins

Einstakur áningastaður við Laufskálavörðu úr smiðju Stáss arkitekta er eitt besta verkefni ársins að mati fagmiðilsins Archilovers, fyrir fagurfræði sína, sköpun og notkunarmöguleika. Þjónustuhúsið var tekið í notkun árið 2020 og hefur vakið mikla athygli erlendra sem innlendra gesta.
16. desember 2021

Straumar frá Bretlandseyjum – Rætur íslenskrar byggingarlistar

Bókin er eftir arkitektana Hjördísi Sigurgísladóttur og Dennis Davíð Jóhannesson og er afrakstur sögulegs rannsóknarverkefnis þeirra. Hún fjallar um hvernig áhrif frá Bretlandseyjum hafa mótað íslenska byggingarsögu frá upphafi byggðar og fram á daginn í dag. Bókin kom út í dag. 
15. desember 2021

Laugavegur - saga í máli og myndum komin út

Bókin Laugavegur eftir Önnu Dröfn Ágústdóttur, sagnfræðing og Guðna Valberg, arkitekt er komin út en þar er byggingar- og verslunarsaga aðalgötu Reykjavíkur sögð í máli og myndum og tilraun gerð til að útskýra hvers vegna hún hefur þróast með þeim hætti sem raun ber vitni. 
10. desember 2021

Pálmar Kristmundsson, arkitekt hlýtur Prins Eugen orðuna

Pálmar Kristmundsson, arkitekt hlaut í gær Prins Eugen orðuna fyrir framúrskarandi framlag til byggingarlistar. Orðan er veitt árlega af sænsku konungsfjölskyldunni til fimm einstaklinga frá Norðurlöndunum fyrir framlag sitt til listsköpunar.
8. desember 2021

Samkeppni um ljóslistaverk fyrir Vetrarhátíð 2022 - svör við fyrirspurnum

Svör við fyrirspurnum varðandi samkeppni sem Reykjavíkurborg stendur fyrir í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs um ljóslistaverk á Vetrarhátíð 2022. Verkið felst í vörpun á stafrænu verki á Hallgrímskirkju en undanfarin ár hefur Hallgrímskirkja verið eitt helsta kennileiti hátíðarinnar. Sigurverkið verður sýnt á Vetrarhátíð 2022 dagana 3.-6. febrúar​.
8. desember 2021

Á topp 10 lista yfir byggingar ársins að mati Design Boom

Tvö íslensk heimili eru á topp 10 lista yfir byggingar ársins að mati hönnunartímaritsins Design Boom. Árið 2021 einkenndist af endurhugsun hins hefbundna heimilis að mati tímaritsins sem setur Hlöðuberg eftir Studio Bua og sumarhús á Þingvöllum eftir KRADS arkitekta á topplista ársins. 
6. desember 2021

Söguganga um Bankastræti og Laugaveg

Næstkomandi laugardag og sunnudag fer fram söguganga um Bankastræti og Laugaveg í tengslum við nýútkomna bók um byggingar- og verslunarsögu þessarar aðalgötu borgarinnar. Höfundar bókarinnar, Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og Guðni Valberg arkitekt, rölta um götuna og leiða áhugasama í allan sannleik um byggingarsögu húsanna og fólkið sem byggði þau.  
1. desember 2021

Samkeppni um ljóslistaverk fyrir Vetrarhátíð 2022

Reykjavíkurborg í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stendur fyrir samkeppni um ljóslistaverk á Vetrarhátíð 2022. Verkið felst í vörpun á stafrænu verki á Hallgrímskirkju en undanfarin ár hefur Hallgrímskirkja verið eitt helsta kennileiti hátíðarinnar. Sigurverkið verður sýnt á Vetrarhátíð 2022 dagana 3.-6. febrúar​.
26. nóvember 2021

Hvar kaupum við íslenska hönnun?

Á þessum tíma árs er tilvalið að hvetja alla til að kynna sér fjölbreytt og gott úrval íslenskrar hönnunar. Á heimasíðu okkar má finna yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum, hönnuðir sem eru að selja sjálfir og netverslanir.
26. nóvember 2021

Baugur Bjólfs – vinningstillaga í samkeppni um skipulag- og hönnun áfangastaðar

Baugur Bjólfs bar sigur úr býtum í samkeppni um útsýnisstað við snjóflóðavarnargarðana í Bjólfi á Seyðisfirði sem Múlaþing hélt í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta. Höfundar tillögunnar eru Ástríður Birna Árnadóttir og Stefanía Helga Pálmarsdóttir frá Arkibygg Arkitektum, Anna Kristín Guðmundsdóttir og Kjartan Mogensen landslagsarkitektar, Auður Hreiðarsdóttir, arkitekt frá ESJA ARCHITECTURE og Arnar Björn Björnsson frá exa nordic sem sá um burðarvirkjahönnun.
26. nóvember 2021

Vefur Hönnunarsjóðs aðgengilegur á ensku - opið fyrir umsóknir 2022

Búið er að opna fyrir umsóknir í fyrri úthlutun ársins 2022 í Hönnunarsjóð. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2022 en úthlutun fer fram 10 mars. Nú er heimasíða og umsóknarkerfi Hönnunarsjóðs aðgengilegt á ensku.
22. nóvember 2021