
Ráðherrar Íslands og Finnlands funda
Mari-Leena Talvitie finnski vísinda- og menningarmálaráðherrann átti nýlega fund með Loga Einarssyni menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra þar sem þau voru bæði stödd á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr. Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og Katarina Siltavuori, framkvæmdastjóri Archinfo sátu einnig fundinn.
29. maí 2025

Síðasta sýningarhelgi BERGMÁL LANDSINS
Síðasti dagur sýningarinnar BERGMÁL LANDSINS verður næsta sunnudag, 1. júni. Mikið verður um að vera um helgina en á laugardaginn fer fram upplifunarsmiðjan Leirvitund og á sunnudaginn verður POP-UP keramik markaður fyrir utan sýningarsalinn á Eiðistorginu.
29. maí 2025

Íslenska þjóðardeginum fagnað á heimsýningunni í Osaka
Ísland fagnar þjóðardegi í Norræna skálanum á heimssýningunni í Osaka þann 29. maí. Yfirskrift dagsins er Friður og jafnrétti þar sem sérstakur heiðursgestur er Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir.
28. maí 2025

Íslensk hönnun og hugvit á Heimssýningunni í Japan
Íslenska hönnunarstofan Gagarín var í sigurliði um hönnun og hugmyndavinnu fyrir samnorræna skálann sem opnaði við hátíðlega athöfn í apríl síðastliðnum.
22. maí 2025

Góðar viðtökur og framhaldslíf Lavaforming
Sýningin Lavaforming, framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum, opnaði fyrir fullu húsi 8. maí síðastliðinn en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland tekur þátt í tvíæringnum í arkitektúr með eigin skála.
21. maí 2025

Arkitektúr til samhygðar
Arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands býður ykkur velkomin á opnun útskriftarsýningu meistaranema í arkitektúr. Opnunin fer fram laugardaginn 24. maí kl. 14:00, í Lestrarsal Safnahússins við Hverfisgötu og mun sýningin standa opin til 1. júní.
20. maí 2025

Styrkir Reykjavíkurborgar til myndríkrar miðlunar 2025
Ert þú með bók, kvikmynd, sjónvarpsefni, vefsíðu eða aðra miðlun í undirbúningi sem tengist sögu Reykjavíkur og hyggst nota ljósmyndir Ljósmyndasafns Reykjavíkur í verkefninu? Þá getur þú sótt um styrk til Reykjavíkurborgar vegna kaupanna. Styrkurinn felst í niðurgreiðslu á kostnaði vegna myndbirtinga.
19. maí 2025

Fagurferðileg skynjun og líkamleg hlustun - erindi
Laugardaginn 24. maí frá 14:00 - 15:00 fer fram heimspekilegt erindi um sköpunarferlið í boði Leirlistafélags Íslands.
19. maí 2025

Allt innifalið - útskriftarsýning BA nemenda í myndlistardeild, hönnunardeild og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
Laugardaginn 17. maí næstkomandi klukkan 13:00 opnar útskriftarsýning nemenda á BA stigi í myndlistardeild, hönnunardeild og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, Allt innifalið, á Listasafni Reykjavíkur-Hafnarhúsi.
15. maí 2025

Íslenski skálinn á 19. alþjóðlegu arkitektasýningu Feneyjatvíæringsins opnaði í dag
Íslenski skálinn á 19. alþjóðlegu arkitektasýningu Feneyjatvíæringsins opnaði í dag en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt. Lavaforming er djörf hugmynd um mögulega framtíð þar sem rennandi hraun úr iðrum jarðar er notað sem byggingarefni mannvirkja og borga. Sýningin byggir á framsækinni hugmynd sem sýnir tilraunir og tækifæri í notkun á hrauni. Þannig er staðbundinni ógn breytt í auðlind sem lausn við hnattrænum vanda.
8. maí 2025

Bergmál landsins
Samsýning Leirlistafélagsins opnar laugardaginn 10. maí frá kl. 14-16 í sal Handverks og hönnunar á Eiðistorgi. Þar sýna fimmtán félagar verk sem endurspegla hugmyndir þeirra um tengsl leirlistar við náttúruna þar sem sjálfbærni, lífræn form, fjölbreytileiki og jarðbundin efni eru í forgrunni.
6. maí 2025

Íslenski skálinn í Feneyjum: Framtíðarborgin Eldborg
Einn hluti sýningar íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr, Lavaforming, er stuttmynd sem unnin er af s.ap arkitektum í samvinnu við rithöfundinn Andra Snæ Magnason og Jack Armitage tónlistarmann.
6. maí 2025
Ísland tekur þátt í fyrsta skipti: Lavaforming leggur Feneyjar undir sig
Sýningin Lavaforming eftir Arnhildi Pálmadóttur, arkitekt s.ap arkitekta, er fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum í ár og opnar eftir 6 daga. Uppsetning á íslenska skálanum er í fullum gangi. Í ár taka 66 þjóðir þátt og sýningin stendur yfir fram í nóvember. Ísland tekur þátt í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr í fyrsta skipti í ár.
2. maí 2025

Viltu taka þátt í að móta framtíð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi?
Auglýst er eftir framboðum frá öflugum fulltrúum fagfólks úr baklandi Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs til setu í stjórnum. Um er að ræða einn fulltrúa í hverja stjórn: Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, HönnunarMars, Hönnunarsjóð, Hönnunarverðlaun og Hönnunarlauna. Auk þess er leitað að varamönnum í stjórn Hönnunarsjóðs, dómnefnd Hönnunarverðlauna og Hönnunarlauna.
25. apríl 2025

Aðalfundur Baklands Listaháskóla Íslands 2025
Boðað er til aðalfundar Baklands Listaháskóla Íslands, þriðjudaginn 6. maí n.k. frá 17 - 18.30 í Hannesarholti.
24. apríl 2025

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Við lifum á víðsjárverðum tímum og búum í heimi sem bráðvantar áherslu á samfélag, listir, sköpun, frjálsa hugsun, samveru, mannúð, samskipti fegurð og nýsköpun á forsendum góðs mannlífs, umhverfis, sjálfbærni og gæða. Hlaupum þangað, því þar finnum við stóra sigra. Halla Helgadóttir, framkvæmdstjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, skrifar.
23. apríl 2025

Tákn um kynhlutlaus rými gert opinbert á HönnunarMars
Hugi Þeyr Gunnarsson, grafískur hönnuður, vann sigur úr býtum í samkeppni um tákn um kynhlutlaust rými en verðlaunin voru veitt í gær á sýningunni Tákn fyrir kynhlutlaus rými sem nú stendur yfir á HönnunarMars.
4. apríl 2025

Hraun sem endurnýtanlegt byggingarefni í aðalhlutverki í íslenska skálanum á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr
Það styttist í opnun íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr þar sem sýningin Lavaforming eftir s.ap arkitekta tekur sviðið með Arnhildi Pálmadóttur, arkitekt og listrænan stjórnanda í fararbroddi. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs kynnti í dag frekari upplýsingar um sýninguna og teymið á bak við hana en búist er við að þó nokkur fjöldi íslendinga verði viðstaddur opnunina í byrjun maí.
26. mars 2025

HönnunarMars er handan við hornið!
Vorboðinn ljúfi, skemmtilegasta hátíð ársins og uppskera íslenskrar hönnunar er framundan en HönnunarMars fer fram dagana 2. – 5. apríl nk. Íslensk hönnun í sinni fjölbreyttustu mynd á sviðið venju samkvæmt en viðburðir og sýningar eru á annað hundrað þetta árið og þátttakendur enn fleiri. Arkitektúr, skargripir, tíska, vöruhönnun, upplifanir og fjölmargt fleira verður á boðstólum víða um stórhöfuðborgarsvæðið þó langstærstur hluti dagskrár sé í miðborg Reykjavíkur.
21. mars 2025